Hrun í útflutningsverðmæti

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 17,7 milljörðum króna í apríl samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar voru í síðustu viku. Hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða ekki verið minna í apríl á hlaupandi verðlagi frá árinu 2012, hvort sem talið er í krónum eða í erlendri mynt. Þetta er rúmlega 17% samdráttur í krónum talið miðað við apríl í fyrra, en þá voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 21,4 milljarða króna. Gengi krónunnar hefur veikst verulega að undanförnu og var það um 13% veikara nú í apríl en í sama mánuði í fyrra. Var samdrátturinn því mun meiri mældur í erlendri mynt, eða sem nemur 28%.

Líkar þetta

Fleiri fréttir