Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson. Ljósm. úr safni.

Ferðatakmarkanir næsta mánuðinn

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna Covid-19 faraldursins verði það áfram eftir 15. maí, líklega mánuði lengur en hugsanlega skemur. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í dag. Núverandi fyrirkomulag, sem gildir til 15. maí, kveður á um bann við komu ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar allra sem til landsins koma.

Á mánudag voru fjórir dagar liðnir frá því síðast greindist smit hér á landi. Sagði Þórólfur að hægt væri að fullyrða að hér á landi væri samfélagslegt smit í lágmarki. „En við getum líka sagt að veiran er örugglega ekki farin úr samfélaginu,“ sagði Þórólfur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir