
Skimað fyrir Covid-19 í Grundarfirði
Íslensk erfðagreining bauð íbúum á Snæfellsnesi upp á skimun fyrir Covid-19 í síðustu viku. Í Grundarfirði var skimað föstudaginn 8. maí en einnig verður skimað þar á morgun, mánudaginn 11. maí. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Grundarfirði sáu um sýnatökuna á bílaplaninu fyrir utan heilsugæslustöðina. Grundfirðingar létu ekki sitt eftir liggja og voru duglegir að mæta.