Ástgeir Finnsson grásleppusjómaður í Ólafsvík þurfti á laugardaginn að róa lífróður í land til að koma veiðarfærum og afla í land fyrir skyndistopp Kristjáns Þórs Júlíussonar á grásleppuveiðum. Ljósm. af.

Mótmæla sömuleiðis ákvörðun sjávarútvegsráðherra

Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar í gær var rætt um nýja reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 30. apríl síðastliðins varðandi bann við grásleppuveiðum frá og með aðfararnótt sunnudagsins 3. maí. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn Snæfellsbæjar tekur heilshugar undir mótmæli bæjarráðs Akraness og bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og mótmælir fordæmalausri ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að stöðva grásleppuveiðar með alltof skömmum fyrirvara. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar tekur undir með ofangreindum sveitarfélögum að með ákvörðun sinni hafi sjávarútvegsráðherra komið á miklu misvægi á milli landshluta hvað varðar grásleppuveiðar og gerir þá kröfu að ráðherra endurskoði ákvörðun sína nú þegar þannig að jafnræðis verði gætt.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir