Hér í Norðvesturkjördæmi verður tekið á móti meðmælendalistum á lögmannsstofu á Borgarbraut 61 í Borgarnesi.

Frambjóðendur skila meðmælendalistum 19. maí

Dómsmálaráðuneytið hefur birt tilkynningu um hvenær frambjóðendur til kjörs Forseta Íslands þurfa að skila inn meðmælendalistum vegna kosninganna 27. júní næskomandi. Yfirkjörsókn í Norðvesturkjördæmi mun koma saman og taka á móti meðmælendalista væntanlegra frambjóðenda þriðjudaginn 19. maí klukkan 13-14 á Borgarbraut 61 í Borgarnesi, á lögmannsstofu Inga Tryggvasonar formanns yfirkjörstjórnar. Þrír hafa tilkynnt um væntanleg framboð til forseta. Þeir eru Guðni Th Jóhannesson sitjandi forseti, Guðmundur Franklín Jónsson og Axel Pétur Axelsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir