Verið að landa salti í Stykkishólmi síðasta föstudaginn í apríl. Ljósm. sá.

Salti og áburði var landað í Stykkishólmi

Um 1500 tonnum af salti var landað í Stykkishólmshöfn föstudaginn 24. apríl síðastliðinn. Það voru BB og synir sem önnuðust löndunina. Að sögn Sævars Benediktssonar hjá BB og sonum fer megnið af saltinu til Þórsness en hluti annað. Um er að ræða saltbirgðir út þetta ár og fyrir upphaf þess næsta.

Þá var um 900 tonnum af áburði landað í Stykkishólmi síðastliðinn fimmtudag, 31. apríl. Er það óvenju mikið að sögn Sævars, en BB og synir annast dreifingu hans til bænda. Allur sá áburður sem landað var í Hólminum þennan dag fer til bænda á Snæfellsnesi. Sævar segir að verið sé að dreifa honum þessa dagana og býst við því að farnar verði um 30 bílferðir með áburð til bænda þetta vorið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir