Svipmynd úr safni frá Rauðsgilsrétt í Hálsasveit.

Ekki færra sauðfé á Íslandi í fjörutíu ár

Sauðfé hefur ekki verið færra á Íslandi í fjörutíu ár, samkvæmt hagtölum landbúnaðarins sem unnar eru úr haustskýrslum. Frá því er greint í Bændablaði sem kom út í dag að um síðustu áramót taldist ásett sauðfé í landinu vera 416 þúsund að meðtöldum tæplega 1500 geitum. Árið 1980 taldist vetrarfóðrað sauðfé vera 828 þúsund í landinu. Fimm árum síðar var farið að fækka nokkuð í stofninum sem þá var 709 þúsund. Árið 1990 var talan komin í 549 þúsund og í 458 þúsund árið 1995. Árið 2000 var sauðféð 465 þúsund og hefur sá fjöldi haldist nokkuð svipaður, upp eða niður um 10.000 fjár eða svo. Þannig komst fjöldinn í 480 þúsund árið 2010 og mest í 487 þúsund fjár árið 2014. Síðan hefur sauðfénu fækkað nær jafnt og þétt og var komið í 415.949 gripi á síðasta ári.

Líkar þetta

Fleiri fréttir