Smári Viðar Guðjónsson framkvæmdastjóri Klafa. Í baksýn sést í tvö skip sem verið var að landa úr í gærmorgun. Ljósm. Skessuhorn/mm

„Okkar framtíð björt svo lengi sem bæði stjóriðjufyrirtækin verða hér“

Síðastliðinn laugardag voru rétt 20 ár síðan fyrirtækið Klafi ehf. hóf starfsemi á Grundartanga. Stofnendur og eigendur Klafa eru stóriðjufyrirtækin Norðurál og Elkem Ísland. Upphaflegt hlutverk fyrirtækisins var að sinna öllum flutningum fyrir fyrirtækin á Grundartanga, þar með talið uppskipun og útskipun, auk gámaflutninga og öðrum tilfallandi verkefnum. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að sérhæfa fyrirtækið enn frekar þannig að Klafi sæi einvörðungu um gámaflutninga á Grundartangasvæðinu. En við flutning gáma með aðföng og framleiðsluvörur fyrirtækjanna eru mörg handtökin. Árlega fara um höfnina 35 þúsund gámar. Auk þess er fyrirtækið með samning við Faxaflóahafnir um móttöku skipa og almenna þjónustu við þau. Framkvæmdastjóri Klafa frá árinu 2003 er Smári Viðar Guðjónsson véltæknifræðingur. Skessuhorn kíkti í heimsókn í gærmorgun og heyrði hljóðið í framkvæmdastjóranum, en lítið verður um hátíðaröld í tilefni afmælisins vegna takmarkana á samkomuhaldi, þar til í haust.

Sjá spjall við Smára Viðar í Klafa í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir