Svipmynd frá Grundartangahöfn. Ljósm. mm.

Margir vilja stýra Faxaflóahöfnum

Mikil spurn er eftir starfi hafnarstjóra Faxaflóahafna því alls sækja 26 um að taka við af Gísla Gíslasyni hafnarstjóra sem hefur eins og kunnugt er ákveðið að láta af embætti síðsumars. Á vef Faxaflóahafna segir að hæfnisnefnd muni nú í samræmi við fyrirliggjandi ráðningarferli annast viðtöl og annan undirbúning tillögugerðar til stjórnar Faxaflóahafna sf. um eftirmann Gísla í starfið. Hafnir Faxaflóahafna eru í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi.

Eftirtaldir sækja um starfið:

 1. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, fiskistofustjóri
 2. Baldur Steinn Helgason, verkefnisstjóri
 3. Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri
 4. Einar Guðmundsson skipstjóri
 5. Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri
 6. Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, forstöðumaður
 7. Frans Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri
 8. Guðmundur Gunnarsson fv. bæjarstjóri
 9. Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri
 10. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri
 11. Jóhann F. Helgason, framkvæmdastjóri
 12. Jón Einar Sverrisson, sviðsstjóri
 13. Kristinn Jón Arnarson, verkefnastjóri
 14. Kristinn Uni Unason, vélfræðingur
 15. Kristófer Ragnarsson, framkvæmdastjóri
 16. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri
 17. Ólafur William Hand, ráðgjafi
 18. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður
 19. Páll Hermannsson, framkvæmdastjóri
 20. Páll Sigvaldason, hópstjóri
 21. Reynir Jónsson, sérfræðingur
 22. Róbert Ragnarsson, framkvæmdastjóri
 23. Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri
 24. Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri
 25. Svavar Halldórsson, famkvæmdastjóri
 26. Valdimar Björnsson, fjármálastjóri.
Líkar þetta

Fleiri fréttir