
„Fótboltinn er lífsstíll, hvort sem maður er leikmaður eða þjálfari“
Dean Martin þarf vart að kynna fyrir íslenskum knattspyrnuáhugamönnum. Hann er fæddur og uppalinn í suðurhluta London, spölkorn frá hinni víðfrægu Tower Bridge. Foreldrar hans ráku krá þar í hverfinu og fjölskyldan bjó á efri hæðinni. Hann æfði fótbolta í akademíu West Ham en átti eftir að fara smá krókaleið að atvinnumennskunni. Hann lék í Englandi, Írlandi, Hong Kong og á Íslandi á sínum ferli en hefur nú snúið sér að þjálfun. Dean er búsettur á Akranesi en hefur þjálfað lið Selfyssinga í 2. deild karla undanfarin tvö ár. Skessuhorn hitti Dean að máli í síðustu viku og ræddi við hann um fótboltann, ferilinn, uppvöxtinn í Englandi og sitthvað fleira.
Sjá opnuviðtal við Dínó í Skessuhorni sem kom út í dag.