Boða til fjarfundar með fulltrúum fyrirtækja í Borgarbyggð

Mánudaginn 11. maí næstkomandi kl. 09:00 er fulltrúum fyrirtækja í Borgarbyggð boðið að taka þátt í samtali við atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd sveitarfélagsins, sveitarstjóra og byggðarráði á fjarfundi. „Fundurinn er hugsaður til upplýsingaöflunar fyrir sveitarfélagið vegna Covid-19. Fulltrúar sem vilja taka þátt í fundinum eru beðnir um að setja sig í samband við verkefnastjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála í netfangið amm@borgarbyggd.is. Fundurinn verður fjarfundur og fá fundarmenn senda vefslóð til að tengjast inn á fundinn,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir