Haraldur Jónsson grásleppusjómaður á Inga Rúnari AK-35 þurfti líkt og aðrir að taka upp öll net sín um liðna helgi. Hér eru netapokarnir á leið í land. Ljósm. mm.

Bæjarráð krefst þess að ráðherra endurskoði ákvörðun sína

Á fundi bæjarráðs Akraness í gær var fjallað um reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem útgefin var 30. apríl síðastliðinn um bann við grásleppuveiðum frá og með miðnætti aðfararnótt sunnudagsins 3. maí. Bæjarráð bókaði eftirfarandi: „„Bæjarráð Akraness tekur undir með félagsmönnum í smábátafélaginu Sæljóni á Akranesi og mótmælir fordæmalausri ákvörðum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að stöðva grásleppuveiðar með alltof skömmum fyrirvara. Bæjarráð Akraness bendir á að misvægi er á milli landshluta hvað varðar grásleppuveiðar og gerir þá kröfu að ráðherra endurskoði ákvörðun sína þannig að jafnræðis verði gætt.“ Áskorunin hefur verið send sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt þingmönnum Norðvesturkjördæmis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir