Eitt smit greint á Vesturlandi og á þriðja tug í sóttkví

Í gær voru tekin 404 sýni vegna Covid-19 veirunnar, þar af 369 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 35 hjá veirufræðideild Landspítalans. Eitt smit var greint og reyndist það vera á Vesturlandi í umdæmi heilsugæslustöðvar HVE á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Viðkomandi er unglingur sem var utan sóttkvíar þegar sýnið var tekið. Samnemendum viðkomandi og kennurum á unglingastigi í Heiðarskóla hefur nú verið gert að sæta sóttkví í tvær vikur. Nú eru 24 í sóttkví á Vesturlandi samkvæmt Covid19.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir