Breiðin á Akranesi.

Spegilmynd af loga orsakaði íkveikju

Síðdegis síðastliðinn sunnudag var hringt í Neyðarlínu og tilkynnt um eld í gardínum í íbúðarhúsi á Akranesi. Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn var búið að slökkva eldinn. Óhætt er að segja að eldsupptökin hafi verið óvenjuleg. Að sögn lögreglu virðist sem sterk sól hafi skinið á spegil, hann endurvarpað geislunum á gardínu og þannig hafi að lokum kviknað í henni vegna hita.

Líkar þetta

Fleiri fréttir