Vélhjólaslys við Akranes

Maður féll af hjóli og slasaðist í mótocrossbrautinni í Garðaflóa við Akranes í gærkvöldi. Björgunarfélag Akraness var kallað út til aðstoðar við að flytja hinn slasaða í sjúkrabíl. Þaðan var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar. Að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi liggja ekki fyrir upplýsingar um líðan mannsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir