Gert er ráð fyrir því í deiliskipulagstillögu að KFUM og K húsið verði rifið og tvö fjölbýlishús rísi á lóðinni. Ljósm. kgk.

Áform um tvö fjölbýlishús við Garðabraut

Akraneskaupstaður samþykkti snemma í aprílmánuði að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Garðabraut 1 þar í bæ. Þar stendur félagsheimili sem KFUM og K lét byggja á sínum tíma. Félagið seldi eignina 2017 en eftir gjaldþrot kaupanda og greiðsluþot var sölunni rift og eignin aftur komin í hendur félagsins. Lóðin sem húsið stendur á hefur alla tíð verið skilgreind sem íbúðarlóð í aðalskipulagi. Í tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Húsið verði rifið og byggð upp þétt íbúðabyggð með góðri tengingu við miðsvæði, aðalgötur og megingönguleiðir bæjarins. „Stefnt er að því að byggðar verði vandaðar íbúðir með góðu aðgengi, þ.e. bílageymslu og lyftu. Einnig eru lagðar fram hugmyndir um rými fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð næst gatnamótum Garðabrautar og Þjóðbrautar,“ eins og segir í skipulagslýsingunni.

Í drögum að deiliskipulagi er gert ráð fyrir sex hæða punkthúsi næst horninu og lægra punkthúsi austar á lóðinni. Hálfniðurgrafinn bílageymsla á mið- og norðurhluta lóðarinnar myndi tengjast báðum húsunum. Þá er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi, svo sem verslun og þjónustu, á jarðhæð. Miðað við þessar hugmyndir myndu rúmast á bilinu 20 til 30 íbúðir á lóðinni, eftir stærð íbúa, en í drögunum segir að æskilegt sé að þær verði fjölbreyttar að stærð og gerð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira