Fyrstu tvö bráðabirgða rýmin verða innréttuð á neðstu hæð Brákarhlíðar.

Tímabundin heimild til að fjölga hjúkrunarrýmum

Nýverið fékk hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi tímabundna heimild, til 1. október 2020, til að reka fjögur viðbótar hvíldarrými í Brákarhíð þannig að nú eru rýmin 56 sem má starfsrækja á heimilinu, í stað 52 eins og verið hefur. „Þetta er fagnaðarefni og bindum við miklar vonir við að a.m.k. tvö þessara rýma verði gerð að varanlegum rýmum í haust. Í þeirri trú erum við að hefja undirbúning að því að taka til lagfæringa tvö af þeim fjórum rýmum sem við höfum ítrekað nefnt við stjórnvöld að hægt væri að útbúa án mikils tilkostnaðar og fyrirvara í samanburði við að byggja ný rými frá grunni,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir