Lítil fjölgun smitaðra á Vesturlandi

Fjöldi greindra smita af Covid-19 er einu fleiri í dag en gær, eða 39 einstaklingar á Vesturlandi. Í upplýsingum frá aðgerðageymi Almannavarna Vesturlands kemur fram að alls eru 109 í sóttkví í landshlutanum og 28 af þeim sem smitast hafa eru enn í einangrun. Það þýðir að ellefu eru lausir úr einangrun og búnir að jafna sig af sjúkdómnum. Fjöldi smitaðra skiptist þannig milli heilsugæslustöðva að fjórir hafa sýkst í Stykkishólmi, einn í Grundarfirði, einn í Ólafsvík, 22 í Borgarnesi og 11 á Akranesi. Ekkert smit hefur enn verið staðfest í umdæmi Heilsugæslustöðvar HVE í Búðardal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir