Eitt nýtt smit á Vesturlandi

Alls hafa 38 greinst með Covid-19 á Vesturlandi skv. nýjum tölum sem Lögreglan á Vesturlandi birti rétt í þessu. Eitt smit hefur bæst við síðan í gær, á svæði heilsugæslunnar á Akranesi. Í Borgarnesi hefur 21 smit greinst, ellefu á Akranesi, fjögur í Stykkishólmi, eitt í Grundarfirði og eitt í Snæfellsbæ.

Í dag eru 32 í einangrun í landshlutanum; 15 í Borgarnesi, ellefu á Akranesi, fjórir í Stykkishólmi, einn í Grundarfirði og einn í Snæfellsbæ. Alls eru 242 í sóttkví í landshlutanum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir