Klofningsvegur á Fellsströnd er illa farinn og hefur verið það lengi. Myndin er úr safni Skessuhorns frá árinu 2013, en árið 2014 samþykkti þáverandi sveitarstjórn sambærilega áskorun til stjórnvalda og nú er lögð fram.

Vilja að Klofningsvegur verði tilraunaverkefni og lagður slitlagi

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 2. apríl síðastliðinn var m.a. fjallað um tengivegi í Dalabyggð. Málið var tekið fyrir í sveitarstjórn í framhalda af því að sveitarfélaginu barst afrit af áskorun íbúa og hagsmunaaðila á Fellsströnd og Skarðsströnd til Vegagerðarinnar þess efnis að ráðast verði í úrbætur á Klofningsvegi. Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi: „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á Vegargerðina að hefja lagningu bundins slitlags á Klofningsveg nr. 590 sumarið 2020 og skilgreina það sem tilraunaverkefni á landsvísu við að leggja bundið slitlag á malarvegi með sem minnstum hönnunarkostnaði. Klofningsvegur er lengsti samfelldi tengivegurinn í Dalabyggð og hefur um langt árabil verið sveltur varðandi fjármuni til viðhalds. Vegurinn er nauðsynleg samgönguæð í Dalabyggð og bundið slitlagið getur orðið vítamínsprauta fyrir eflingu byggðar á Fellsströnd og Skarðsströnd. Nýverið var vegurinn skilgreindur sem hluti af Vestfjarðaleið, nýrri ferðaleið um Dali, Vestfirði og Strandir. Dalabyggð er eins með til skoðunar að flytja Byggðasafn Dalamanna á Staðarfell sem stendur við veginn.“

Sveitarstjórn benti jafnframt á það í ályktun sinni að ef framkvæmdin yrði tilraunaverkefni á landsvísu væri hægt að hraða uppbyggingu slitlags á tengivegi umtalsvert en það er með öllu óásættanlegt að bíða til ársins 2090 eftir verklokum m.v. núverandi útdeilingu fjármuna, eins og segir í ályktun sveitarstjórnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira