Streymt verður frá beint frá páskaguðsþjónustu í Borgarneskirkju

Vegna ríkjandi samkomubanns hefur Borgarneskirkja í samvinnu við Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar (KB) ákveðið að senda beint út frá guðsþjónustu kl 11:00 á páskadagsmorgun. Steymið mun hefjast klukkan 10:40 og meðfylgjandi er beinn linkur á streymið:

https://www.youtube.com/watch?v=_bgJuaVZHhg

Einnig er hægt að nálgast streymið ásamt öllu öðru efni KB á Youtube-rás félagsins á www.kvikborg.is. Þegar nær dregur veður sendur út facebook viðburður til áminningar.

Það skal tekið fram að kirkjan verður ekki opin gestum á meðan athöfnin fer fram.

Prestur verður sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, organisti Steinunn Árnadóttir og Sigthora Odins sér um einsöng og píanóleik.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira