Jónína Ólafsdóttir stefnir á það á föstudaginn langa að lesa Passíusálmana í Saurbæjarkirkju og senda út á Facebook síðu Garða- og Saurbæjarprestakalls.

Koma til starfa við óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu

Eins og Skessuhorn hefur greint frá tóku tveir nýir prestar til starfa í Garða- og Saurbæjarprestakalli um nýliðin mánaðamót. Það eru þær sr. Jónína Ólafsdóttir og sr. Þóra Björg Sigurðardóttir sem nú koma til liðs við sóknarprstinn sr. Þráinn Haraldsson. „Við erum að móta starfið og hvernig samstarfið okkar kemur til með að vera,“ segir Þráinn í samtali við Skessuhorn. „Við hugsum prestakallið sem eina heild og komum til með að þjóna öll bæði á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en skiptum á milli okkar verkum. Ég er sóknarprestur og sé um skipulagningu og tek ábyrgð á kirkjunum og safnaðarstarfinu í heild. Þóra er ráðin með áherslu á á barna- og æskulýðsstarf og verður það á hennar ábyrgð að halda utan um það og skipuleggja. Jónína ætlar að hafa umsjón með eldri borgara starfinu í Akraneskirkju. En eins og ég segi er enn verið að skipuleggja þetta,“ segir Þráinn og bætir við að þau komi einnig til með að vinna margt í sameiningu. „Við munum öll koma að fermingarfræðslunni, við messum öll og skiptum athöfnum á milli okkar,“ segir hann.

Ítarlega umfjöllun um starf þríeykis presta í Garða- og Saurbæjarprestakalli er að finna á opnu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira