Flýta lagningu jarðstrengs á Fellsströnd og Laxárdal

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gengið frá útfærslu 100 milljóna króna fjárfestingar við lagningu dreifikerfis raforku í jörðu í samræmi við sérstakt tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda. Gengið hefur verið frá samkomulagi við Rarik og Orkubú Vestfjarða um framkvæmdirnar. Ákveðið hefur verið að fjármunirnir nýtist þannig að 50 milljónir króna fara í strenglagningarverkefni hjá Rarik við Laxárdal og Fellsströnd í Dalabyggð, strenglögn frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar, strenglögn frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og strenglögn frá Hvolsvelli að Þverá. Alls er um 30 km að ræða af raflínu í jörð og framkvæmdakostnaður um 150 m.kr. Mun framlagið dekka öll þau verkefni. Hjá Orkubúi Vestfjarða mun 50 milljónum króna verða varið í að hefja það verkefni að koma Rauðasandslínu, frá Sauðlauksdal að Rauðasandi, í jörðu í nokkrum áföngum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira