Meðfylgjandi mynd tók íslenskur maður búsettur í Japan. Hann og fjölskyldunni þótti notalegt að geta keypt þessa vöru sem byggir á íslensku hugviti og framleiðsluaðferð til áratuga. Mynd var tekin af fyrstu skyrdósinni á mælaborði heimilisbílsins og send heim. Ljósm. Jóhann Lind Ringsted.

Stærsta dreifing íslenskrar vöru frá upphafi

Um miðja síðustu viku hófst sala á Ísey skyri í um 50.000 verslunum í Japan. Um leið hófst eitt víðtækasta dreifingarverkefni sem um getur á íslenskri vöru í erlendri smásölu til þessa. Þrátt fyrir að vera ein dýrasta mjólkurvaran í Japan þá hefur skyrið fengið góða uppstillingu eða staðsetningu á flestum stöðum, enda seldist það upp fyrsta daginn í flestum verslunum. Ísey skyri er nú stillt upp við hlið mest seldu mjólkuvara Japans sem sýnir að trú kaupmanna á vörunni er mikil.

Það er dótturfyrirtæki Mjólkursamsölunnar, Ísey útflutningur ehf., sem annast þetta verkefni fyrir MS og hefur gert framleiðslu- og vörumerkjasamning við japanska aðila. Japönsku samstarfsaðilarnir eru mjólkurvörufyrirtækið Nippon Luna, sem er í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki Japans og fjórði stærsti kjötframleiðandi heims, og japansk-íslenska fyrirtækið Takanawa. Skyrið er framleitt af Nippon Luna í Kyoto eftir uppskrift og framleiðsluaðferð MS. Íslenski skyrgerillinn er ennfremur lykilþáttur við framleiðslu vörunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira