Meðfylgjandi mynd fylgdi færslu hjá Ásu Maríu.

Góðverk í Dölum á tímum Covid-19

Þrátt fyrir fjarlægð manna á milli í samkomubanni er ekki frá því að fólk standi enn þéttar saman nú þegar á reynir.  Á samfélagsmiðlum birtust um helgina ýmsar þakkarfærslur frá íbúum í Búðardal sem höfðu fengið óvæntan glaðning heim að dyrum. Hverjir leynivinirnir eru skal ósagt látið en vitað er til þess að a.m.k. tveir voru á ferðinni sem útdeildu heimabökuðu góðgæti. Ása María Hauksdóttir er í hópi þeirra sem fengu óvæntan glaðning, en hún er sjúkraliði á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal. Hún skrifaði þessa fallegu færslu á Facebook síðuna Íbúar Dalabyggðar:

„Brá í brún er ég leit út um dyrnar til að skanna veðrið, blasti ekki við þessi dásemdarsending. Takk þú/þið sem hugsið svona fallega um okkur. Ást og kærleikur umvefji samfélagið hér í Dölum“.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira