Farþeginn hafði ekki verið í sóttkví

Maður greindi frá því í samtali við mbl.is á fimmtudag að hann hefði skutlað erlendum manni sem síðan hafi komið í ljós að hafi átt að vera í sóttkví, þar sem sá síðarnefndi bað um far fyrir sig og innkaupapokana fyrir utan Bónus í Borgarnesi. Vegna þessa kannaði lögregla málið og komst að því að þetta átti ekki við rök að styðjast. Telur lögregla að rekja megi þennan misskilning til þess að maðurinn kvaðst búa í sumarbústað og notaði orðin „in isolation“, eða „í einangrun“ til að lýsa íverustað sínum. Hann er þó hvorki sýktur af Covid-19 né í sóttkví, að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir