Ung grundfirsk stúlka fylgist með séra Aðalsteini á skjánum. Ljósm. tfk.

Messa heima í stofu

Í samkomubanni sem nú er í gildi eru skiljanlega engar samkomur. Landsmenn hafa síðustu helgar fengið tónleika heim í stofu frá hinum ýmsu listamönnum eins og Helga Björns og Skítamóral, svo einhverjir séu nefndir. Grundarfjarðarkirkja hefur tekið á það ráð að fara sömu leið og í morgun klukkan ellefu var messa í kirkjunni sem send var út yfir veraldarvefinn. Séra Aðalsteinn Þorvaldsson messaði á meðan organistinn Þorkell Máni Þorkelsson og söngkonurnar Linda María Nielsen og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir voru í öruggri fjarlægð frá hvort öðru við sálmaflutning. Grundfirðingar gátu þá notið messunnar heima í stofu eða bara hvar sem er og er þetta væntanlega það sem koma skal við helgihald um páskana.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira