Fjöldi smitaðra á Vesturlandi kominn í 35

Frá því í gær hefur tala greindra Covid-19 tilfella á Vesturlandi hækkað um þrjá. Nú eru 35 greindir með veiruna og skiptast þannig að 21 er veikur á svæði heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi, 9 á Akranesi, 4 í Stykkishólmi og einn í Grundarfirði. Jafn margir eru í einangrun, að undanskyldu því að einn einstaklingur á Akranesi er nú einn laus úr einangrun og væntanlega batnað. Alls eru 313 einstaklingar á Vesturlandi í sóttkví. Enn hefur enginn greinst smitaður af Covid-19 í umdæmum heilsugæslustöðvanna í Ólafsvík og Búðardal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira