Jóhannes Simonsen formaður Sæljóns á Akranesi við bát sinn í Akraneshöfn. Ljósm. Skessuhorn/mm.

Vilja að tafarlaust verði byrjað á strandveiðum

Stjórn Sæljóns, félags smábátaeigenda á Akranesi, tekur heilshugar undir með stjórn Landssambands smábátaeigenda og yfirlýsingu félagsmanna Hrollaugs á Höfn í Hornafirði og skorar á stjórnvöld að leyfa strandveiðar strax. Í yfirlýsingu frá félaginu frá því í síðustu viku segir að jafnframt sé skorað á bæjarstjórn Akraness að beita sér gagnvart stjórnvöldum í þessum málum og fá fleiri sveitarfélög til liðs við sig.

Í þessu dæmalausa ástandi, þar sem margir einstaklingar og fjölskyldur, mörg fyrirtæki um allt land eru hjálpar þurfi, þurfi að grípa í öll hálmstrá til að létta landsmönnum róðurinn. Því vilja smábátasjómenn að strandveiðar verði tafarlaust hafnar og björg færð í bú landi og þjóð til heilla. Yfirlýsing Hrollaugs á Höfn var afgerandi: „Eflum strandveiðar svo um munar; 60 veiðidaga á ári, allt árið um kring. Blómstrandi smábátaútgerð er ein mikilvægasta lífæð sjávarbyggða hjá fiskveiðiþjóðum í heiminum og hjá okkur líka. Til þess að þetta geti gengið eftir þurfum við mannsæmandi aðgang að okkar eigin auðlindum. Gerum það núna,“ segir í yfirlýsingu Hrollaugs á Höfn sem Sæljón á Akranesi tekur undir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira