Appelsínugul viðvörun er fyrir allt vestanvert landið á morgun, sunnudaginn 5. apríl.

Spáð er mjög slæmu veðri á morgun, sunnudag

Í dag verður vaxandi norðaustanátt, 15-25 m/s eftir hádegi, og hvassast syðst á landinu. Víða verða él en úrkomulítið á suðvestanverðu landinu. Frost 2 til 10 stig og kaldast fyrir norðan. Bætir svo í vind og ofankomu í kvöld og nótt, víða verður norðaustan stormur eða rok á morgun með talsverðri snjókomu og skafrenningi. Hlýnar með deginum, fer að rigna um landið sunnan- og austanvert síðdegis og dregur úr vindi þar. Allan morgundaginn gildir appelsínugul viðvörun fyrir vestanavert landið og varað við ferðalögum. Landhlutaspáin er svohljóðandi:

Faxaflói:

Norðaustan 20-28 m/s og mjög snarpar vindhviður við fjöll. Snjókoma með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.

Breiðafjörður:

Norðaustan 18-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Búast má við éljum eða skafrenningi með takmörkuðu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira