Engin fjölgun greindra smita á Vesturlandi frá í gær

Nú eru 32 greindir með Covid-19 smit á Vesturlandi samkvæmt samantekt aðgerðadeildar Almannavarna á Vesturlandi. Það er sami fjöldi smitaðra og var í gær. Tuttugu þeirra eru á svæði Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi, átta á svæði heilsugæslunnar á Akranesi, þrjú í Stykkishólmi og eitt í Grundarfirði. Ekkert smit hefur enn verið greint á starfssvæði heilsugæslustöðvanna í Snæfellsbæ og Dalabyggð. 327 eru nú í sóttkví á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira