Búið er að auka viðbúnaðarstig vegna óveðurs

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands hafa aukið í viðvaranir vegna óveðurs á morgun, sunnudag. Búist er við að strax í dag taki að hvessa um allt land og mjög slæmu veðri er spáð í nótt og allan sunnudaginn. Appelsínugul viðvörun er í gildi. Það verður stormur eða rok á öllu landinu, úrkoman mest á Norður- og Austurlandi en hvassast hér sunnan heiða, einkum við fjöll. Þessu fylgir snjókoma, hríðarbylur og ekkert ferðaveður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira