Vilhjálmur Birgisson. Ljósm. Skessuhorn/mm

Vilhjálmur segir af sér sem fyrsti varaforseti ASÍ

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ hefur með bréfi til Drífu Snædal forseta ASÍ sagt af sér sem 1. varaforseti ASÍ. Ástæðan er djúpstæður skoðanamunur milli hans og annars forystufólks ASÍ um hvernig bregðast eigi við stöðunni á vinnumarkaðinum. Vilhjálmur vildi að samið yrði við atvinnulífið um tímabundna lækkun mótframlags atvinnurekenda í viðbótarlífeyrissparnað launþega úr 11,5% í 8%. Sú lækkun taldi hann að jafnaði út aukna byrði fyrirtækja af launahækkunum í dag 1. apríl. Vilhjálmur óttast mjög um stöðu fyrirtækja og þar af leiðandi einnig launþega, í þeim þrengingum sem nú steðja að atvinnulífinu.

„Í ljósi alls þessa og þess djúpstæða ágreinings milli hluta aðila í samninganefnd ASÍ hef ég með miklum trega sent forseta ASÍ bréf þar sem fram kemur að ég segi af mér sem 1. varaforseti ASÍ,“ skrifar Vilhjálmur í pistli á facebook síðu sinni.

Sjá nánar frétt hér á vefnum frá því fyrr í morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira