Aldamótakarfi veiðist nú í Borgarfirði

Ganga af svonefndum aldamótakarfa virðist hafa farið inn á Borgarfjörð og hefur hennar sömuleiðis orðið vart meðfram ströndinni allt suður á Akranes. Síðdegis á mánudaginn fengu dorgveiðimenn á Borgarnesbryggju nokkra slíka fiska og sömuleiðis stangveiðimenn sem voru að renna fyrir silung á Seleyri. Á meðfylgjandi mynd hampar Þorleifur Geirsson í Borgarnesi vænum karfa sem hann veiddi á mánudagskvöldið á bryggjunni í Borgarnesi. Karfinn reyndist rétt tæp sex kíló að þyngd og afar bragðgóður að sögn Þorleifs, en hann kveðst hafa grillað hann í hádeginu í gær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir