Spili ekki á sparkvöllum

Sem kunnugt er hefur hlé verið gert á skipulögðu íþróttastarfi og -æfingum vegna Covid-19 faraldursins. Lögreglan á Vesturlandi hefur undanfarið fengið tilkynningar um að fjöldi barna og ungmenna hittist til að spila til dæmis fótbolta á sparkvöllum í landshlutanum.

Slíkt gengur vitanlega gegn tilmælum sóttvarnalæknis um fjarlægðamörk í samkomubanninu. „Við hvetjum foreldra til þess að útskýra fyrir börnum sínum mikilvægi þess að virða nálægðartakmarkanir og fylgja þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir