Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA.

Skerða umtalsvert greiðslur til leikmanna og þjálfara

„Knattspyrnufélag ÍA hefur orðið að bregðast við nýju aðstæðum með áður óþekktum hætti til að vernda starfsemi félagsins. Stjórnin félagsins ákvað, sem fyrsta skref, að beita neyðarúrræðum strax um þessi mánaðamót og skerða launagreiðslur til þjálfara og leikmanna umtalsvert,“ skrifar Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA í aðsendri grein hér í Skessuhorni. „Ráðstöfunin er sársaukafull en nýtur skilnings þessara aðila sem er gott dæmi um að okkar fólk er með stórt ÍA hjarta. Mikilvægt er að upplýsa bæjarbúa og stuðningsmenn um þessar ráðstafanir félagsins. Við berum þá von í brjósti að skilningur á sérstöðu íþrótta verði til þess að úrræði ríkisvaldsins um minnkað starfshlutfall nýtist þjálfurum og leikmönnum okkar. Það er mikilvægt að stjórnvöld, bæði ríkisvaldið og bæjaryfirvöld, sýni því skilning hve mikilvægu hlutverki þjálfarar og leikmenn gegna í samfélagi okkar við uppbyggingu íþróttar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði ungs fólks. Orðstír knattspyrnunnar á Akranesi hefur farið víða og aukið hróður bæjarfélagsins langt út fyrir landsteinana. Stuðningur bæjarfélagsins við starf knattspyrnufélagsins er nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ skrifar Geir.

Sjá grein hans hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir