Fjöldi smitaðra á Vesturlandi kominn í 28

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn Almannavarna á Vesturlandi er fjöldi smitaðra í landshlutanum af Covid-19 nú kominn í 28, hefur fjölgað um fimm frá í gær. Þar af eru flestir greindir smitaðir í umdæmi heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi, eða 17 manns. Sjö eru smitaðir í umdæmi heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi, þrír í Stykkishólmi og einn í Grundarfirði. Allir sem greindir hafa verið með veiruna eru nú í einangrun. Enn eru umdæmi heilsugæslustöðvanna í Ólafsvík og Búðardal án þess að þar hafi verið greindir Covid-19 smitaðir. 474 eru nú í sóttkví á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir