Fjögur smit síðasta sólarhringinn

Fjórir hafa greinst með Covid-19 á Vesturlandi undanfarinn sólarhring. Þeir eru í dag 23 talsins en voru 19 í gær, skv. nýuppfærðum tölum heilbrigðisyfirvalda. Alls eru 318 manns í sóttkví í landshlutanum.

Staðfest smit á landsvísu eru orðin 1.135 talsins og 960 eru í einangrun. Alls eru 30 manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19 sjúkdómsins, þar af tíu á gjörgæslu. 8.879 eru í sóttkví og 6.214 manns hafa lokið sóttkví. 173 hefur batnað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir