Grundartangi á laugardaginn. Ljósm. gó.

Verulegur stuðningur við Þróunarfélag Grundartanga

Í dag var dreift á Alþingi nefndaráliti um fjáraukafrumvarpi og breytingar tillögur meirihluta fjárlaganefndar.  Þar eru lagðir til fjármunir til að ýmissa fjárfestinga og þróunar verkefna m.a. um nýtingu orku og þróun á eldsneyti til samgangna. Þar er horft til að gera hagkvæmni- og fýsileika könnun á einum af þeim verkefnum sem Þróunarfélag Grundartanga hefur unnið að. Um er að ræða „rafeldsneyti“ til notkunar á bílum og skipum. Fjárhæð þess stuðnings er 50 milljónir króna og verður byggt á samningi við iðnaðarráðherra um framkvæmd þessarar athugunar. Áður hafði Þróunarfélag Grundartanga fengið frá Orkusjóði 12 milljón króna framlag vegna áforma um hitaveitu – sem byggir á nýtingu glatvarma.

„Stuðningur þessi ætti að gefa þróunarfélaginu súrefni til að efla starf sitt og þróa iðnaðarsvæðið til sóknar. Til viðbótar við þessi framlög leggja Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstaður fram verulega fjárhæðir til Þróunarfélagins,“ segir Haraldur Benediktsson alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar. En auk þess er Haraldur formaður ráðgjafanefndar Orkusjóðs en hann og Þórdís Kolbrún R Gyfladóttir iðnaðarráðherra hafa unnið að framgangi þessara verkefna. „Þetta eru mjög spennandi verkefni og mikilvæg fyrir þróun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga og byggir á þróttmiklu starfi Þróunarfélagsins,“ segir Haraldur í samtali við Skessuhorn.

Fréttin var uppfærð kl. 17:33

Líkar þetta

Fleiri fréttir