Nýtt líf í bílabíói við Food Station í kvöld

Í kvöld verður bílabíó í Borgarnesi. Til stóð að það ætti að fara fram við Faxaborg og hefjast klukkan 20:00 en nú hefur vegna aðstæðna á bílaplaninu við reiðhöllina verið ákveðið að sýningin verði við Food Station. Sýningin verður gjaldfrjáls fyrir bíógesti svo allir geti notið en hægt verður að styðja við starf Rauðakrossins með frjálsum framlögum. Kt. 620780-3679 og bankareikn: 0326 – 26 – 003679. Sigthora Odins, ásamt meðlimum í Kvikmyndafjélagi Borgarfjarðar, þeim Eiríki Jónssyni, Daða Georgssyni og Orra Sveini Jónssyni, eru skipuleggjendur verkefnisins. Þau segjast gera þetta til að lyfta upp stemningunni á þessum sérstöku tímum.

Á dagskrá er kvikmyndin Nýtt Líf sem er létt íslensk gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Bíóið verður opið öllum á meðan pláss leyfir á bílaplaninu. „Fólk er beðið um að virða náungann og halda sig í sínum bílum á meðan á viðburði stendur og fara eftir þeim reglum og viðmiðum sem almennt eru settar af hálfu Heilbrigðisráðuneytis og Almannavarna.“

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir