Hefja söfnun fyrir son Esterar Óskar

Árgangur 1982 á Akranesi hefur hafið fjársöfnun til stuðnings syni Esterar Óskar Liljan sem lést í kjölfar slyss á Akranesi 14. febrúar síðastliðinn.

Tilkynning árgangsfélaga er svohljóðandi: „Kæru íbúar Akraness! Vinir og jafnaldrar Esterar Óskar hafa stofnað söfnunarreikning í formi framtíðarreiknings, en Ester Ósk lést í hræðilegu slysi þann 14. febrúar síðastliðinn og skilur hún eftir sig einn son. Styrkurinn er ætlaður syni Esterar og verður lagður inn á lokaðan framtíðarreikning á hans nafni, sem mun nýtast honum sem aðstoð inn í lífið eftir að hann verður 18 ára gamall. Þeir sem vilja sína samhug og leggja söfnuninni lið geta lagt frjáls framlög inn á eftirfarandi reikning á nafni Arnars Óla, sonar hennar: Banki: 0552-18-000236 og kt. 160805-3070. Með von um góðar undirtektir og samfélagslega góðvild.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir