Færri mál til kasta lögreglu

Færri mál komu til kasta Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku en oft áður. Ástandið í þjóðfélaginu hefur orðið til þess að ferðamenn eru sárafáir í landshlutanum sem annars staðar á landinu og íbúar minna á ferðinni en áður. Að sögn lögreglu er þó haldið uppi öllu eftirliti, svo sem umferðareftirliti og hraðamælingum. Lögregla hefur þurft að hafa afskipti af ökumönnum vegna of hraðs aksturs, ljósabúnaðar, stöðvunar og lagningar ökutækja og fleiri mála sem teljast nokkuð hefðbundin. Enginn var stöðvaður ölvaður undir stýri í vikunni, né undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Er það ánægjulegt að sögn lögreglu, enda ein af fáum vikum í seinni tíð sem svo er ekki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira