Þórólfur Víðir Möller

Hún var lukkuleg landlæknirinn Alma D. Möller nýverið þegar hún setti meðfylgjandi mynd á Facebook síðu sína, með orðunum: „Við Þrjú á palli urðum mikils heiðurs aðnjótandi þegar þessi fallegi hrútur, sem fæddist í Stórholti í Saurbæ, fékk nafnið Þórólfur Víðir Möller.“

Það eru margir sem senda hlýja strauma til þríeykisins um þessar mundir, enda hefur þjóðin ekki um neitt annað að velja en leggja fullt og óskorað traust á þá einstaklinga sem standa í framlínunni og raunar alla aðra sem að máli koma.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira