Grímar, Díana og Tinna. Ljósm. Helena Guttormsdóttir.

Nýttu morguninn í að plokka rusl

Afar mikilvægt er að fólk sem á þess kost fari út, hreyfi sig og andi að sér fersku útiloftinu. Um leið er hægt að gera eitthvað gagnlegt eins og þessi dugnaðarfjölskylda á Akranesi gerði í morgun. Tinna Ósk Grímarsdóttir fór í morgun út með börnin sín tvö og hreinsaði rusl af götum og gangstéttum í næsta nágrenni. Hér er hún ásamt þeim Díönu Rós og Grímari á Skagabrautinni, en þaðan lá leiðin á Dalbrautina. Afraksturinn var svo settur í tvo fulla sorpsekki. Nú er kjörið tækifæri fyrir fólk að fara að dæmi Tinnu og fjölskyldu og slá margar flugur í einu höggi í þágu umhverfisins og okkar sjálfra.

Grímar með hluta af ruslinu úr plokki morgunsins. Ljósm. tóg.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira