Sungið fyrir íbúa og starfsfólk. Ljósmyndir: Gunnhildur Lind.

Héldu tónleika í garðinum við Brákarhlíð

Um klukkan 14 í gær, föstudag, kíktu félagar í Hljómlistarfélagi Borgarfjarðar í heimsókn í Brákarhlíð í Borgarnesi. Héldu þeir tónleika þar fyrir íbúa og starfsfólk á heimilinu. Í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirunnar voru tónleikarnir haldnir í portinu fyrir utan húsið, nánar tiltekið í garðinum. Þar gátu íbúar fylgst með og hlustað á ljúfa tóna með því að standa út á svölum eða vera við glugga. Var ekki annað að sjá en að íbúar og starfsfólk á Brákarhlíð væru í skýjunum að tónleikum loknum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira