Meiri notkun ritstýrðra fréttamiðla en á undanförnum árum

Umtalsvert fleiri heimsóttu í þessari viku netfréttamiðla hér á landi en að jafnaði á síðustu mánuðum og árum. Þar er vefur Skessuhorns engin undantekning, en hann er nú í fimmta sæti yfir mest lesnu miðla sem Modernus mælir reglulega. Notendur í síðustu viku voru 12.912 talsins og er það um 30% aukning frá meðaltali síðustu vikna. Leita þarf nokkur ár aftur í tímann til að finna jafn mikla notkun á vef Skessuhorns og það sama á við um aðra íslenska fréttamiðla, ef marka má vefmælingar sem eru í gangi. Fólk leitar nú í auknum mæli eftir áreiðanlegum upplýsingum frá ritstýrðum fréttamiðlum sem það treystir, eins og Bogi Ágústsson benti á í þættinum með Gísla Marteini sem sýndur var á RUV í gærkvöldi.

Til að koma fréttum, ábendingum, myndum eða tilkynningum á framfæri á vefnum skessuhorn.is þá sendið tölvupóst á: skessuhorn@skessuhorn.is Ef mikið liggur við utan hefðbundins skrifstofutíma, þá er hægt að hringa í síma 894-8998.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira