Tólf smit í landshlutanum

Á Vesturlandi eru staðfest smit Covid-19 orðin tólf talsins og hefur smitum því fjölgað um tvö síðasta sólarhringinn. Í dag eru 299 í sóttkví í landshlutanum, skv. nýjum tölum frá almannavörnum.

Staðfest smit á landinu öllu eru orðin 890 talsins og eru 806 í einangrun. Alls liggja 17 manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tíu þúsund manns og níu betur eru í sóttkví en 3.209 hafa lokið sóttkví. Alls hefur 82 batnað af Covid-19.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira