Ljósm. Stjórnarráðið.

Ný sektarákvæði vegna brota á sóttvarnalögum

Ríkissaksóknari hefur gefið út ný fyrirmæli vegna brota á sóttvarnarlögum og reglum settum samkvæmt þeim vegna Covid-19 faraldursins. Í þeim er meðal annars að finna sektarákvæði.

Við broti gegn skyldu til að vera eða fara í sóttkví er liggur sekt á bilinu 50 til 250 þús. krónur, og sama sektarupphæð liggur við broti gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví.

Sekt við broti gegn reglum um einangrun getur hlaupið á 150 til 500 þúsund krónum.

Hvað varðar brot á reglum um fjöldasamkomu, þar sem fleiri en 20 koma saman, getur einstaklingur sem sækir samkomuna átt yfir höfði sér 50 þúsund króna sekt. Sekt forsvarsmanns eða skipuleggjanda viðkomandi samkomu getur verið á bilinu 250 til 500 þúsund krónur. Þá liggur á bilinu 100 til 150 þúsund króna sekt við broti á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu.

Allar sektarupphæðir ákvarðast af alvarleika brota, innan ofangreindra sektarramma.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira