Meðal framkvæmda á Vesturlandi verður að færa öll endurhæfingarrými í Stykkishólmi á einn stað.

Viðbótarfé til endurbóta á heilbrigðisstofnunum

Samkvæmt þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra, sem tekin verður til umfjöllunar á Alþingi í dag, verður byggt við endurhæfingardeild Landspítalans við Grensás, ráðist í endurbætur á húsnæði heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og sérstakt framlag veitt til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Einum milljarði króna verður varið í þessi verkefni á árinu samkvæmt tillögu um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Meðal tillagna ráðherra er að Heilbrigðisstofnun Vesturlands fái 200 milljónir króna til viðhalds og endurbóta á starfsstöðvum stofnunarinnar. Meðal annars er áformað að færa öll endurhæfingarrýmin í Stykkishólmi á einn stað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Héldu tombólu fyrir RKÍ

Þær Esther Nanna Lýðsdóttir og Þóra Birna Jónsdóttir héldu nýverið tombólu til stuðnings Rauða krossinum. „Þessar duglegu stelpur söfnuðu 9.058... Lesa meira