Meðal framkvæmda á Vesturlandi verður að færa öll endurhæfingarrými í Stykkishólmi á einn stað.

Viðbótarfé til endurbóta á heilbrigðisstofnunum

Samkvæmt þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra, sem tekin verður til umfjöllunar á Alþingi í dag, verður byggt við endurhæfingardeild Landspítalans við Grensás, ráðist í endurbætur á húsnæði heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og sérstakt framlag veitt til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Einum milljarði króna verður varið í þessi verkefni á árinu samkvæmt tillögu um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Meðal tillagna ráðherra er að Heilbrigðisstofnun Vesturlands fái 200 milljónir króna til viðhalds og endurbóta á starfsstöðvum stofnunarinnar. Meðal annars er áformað að færa öll endurhæfingarrýmin í Stykkishólmi á einn stað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir