Tíu smit í landshlutanum

Tíu smit Covid-19 kórónaveirunnar hafa greinst á Vesturlandi og 290 íbúum landshlutans hefur verið gert að sæta sóttkví. Þetta kemur fram á www.covid.is, upplýsingavef landlæknisembættisins og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Eftirleiðis verður sú breyting á upplýsingagjöf Lögreglunnar á Vesturlandi til íbúa í landshlutanum að eingöngu verður vísað til upplýsinga um smit sem koma fram á www.covid.is. Hér eftir verða því ekki birtar tölur um smit út frá einstökum heilsugæslustöðvum á Vesturlandi, eins og verið hefur undanfarna viku eða svo. Er það gert að fyrirmælum sóttvarnalæknis, að því er fram kemur í tilkynningu Lögreglunnar á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira